Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Kalk

Guli Miðinn Kalk og Magnesium 100 stk

Fullkomin blanda fyrir þá sem vilja styðja við bein, vöðva, taugar og almenna orku – daglega.

3.398 kr.

Vöruupplýsingar

Kalk og magnesíum eru tvö af mikilvægustu steinefnum líkamans og gegna lykilhlutverki í daglegri líkamsstarfsemi. Kalk styður við uppbyggingu og viðhald beina og tanna. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir virkni vöðva og taugakerfis, hjálpar til við orkumyndun og getur dregið úr vöðvakrömpum og þreytu.

Saman mynda þessi tvö steinefni öfluga blöndu sem styður við bæði styrk og slökun – hvort sem það er fyrir virkt fólk í hreyfingu eða þá sem vilja hlúa að líkamanum til lengri tíma.

Notkun

1-2 töflur, 3 sinnum á dag.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Heilsa

Innihaldslýsing

Innihald í 2 töflum (hámarks ráðlagður neysluskammtur): -Kalk (Kalsíum karbónat) 950mg -Magnesíum (Magnesíum oxíð) 350mg Innihaldsefni: Kalsíum karbónat, magnesíum oxíð, díkalsíumfosfat, sterínsýra, magnesíum sterat, kroskarmellósanatríum, kísildíoxíð, húðunarefni.

Önnur innihaldsefni: Virk efni (kalsíum glúkonat, magnesíumkarbónat). Bindiefni (örkristallaður sellulósi, kroskarmellósanatríum). Burðarefni (polyvinylpyrrolidón). Kekkjarvarnarefni (sterinsýra, magnesíum sterat, kísildíoxíð).